Um okkur

Það er okkur sérstök ánægja að kynna nýja heimasíðu, sem auðveldar aðgengi og úrval af vörum fyrir hestmenn og konur ásamt fatnaði frá franska merkinu AIGLE. Einnig vörur fyrir dans, ballet og fimleika. Á einfaldan hátt er hægt að panta vörur beint eða í gegnum dreifingaraðila okkar.

Ekki eru allar vörur inni á heimasíðunni en þá er hægt að óska upplýsinga með því að senda okkur tölvupóst á astund@astund.is.

Ástund er sjálfstætt starfandi fjölskyldufyrirtæki stofnað árið 1976. Starfsfólk okkar hefur þekkingu og reynslu til að veita öllum viðskiptavinum okkar þægilega og fagmannlega afgreiðslu.

Við höfum stækkað og endurbætt verslun okkar reglulega til að mæta kröfum nútíma þjóðfélags. Nú er mun meira úrval af fatnaði, stígvélum og skóm frá franska tískumerkinu AIGLE. Þá má ekki gleyma okkar vinsælu Ástundar leðurskóm. Ástund hefur í samstarfi við nokkra af bestu knöpunum landsins, hannað og framleitt hnakka og reiðtygi í hæsta gæðaflokki frá árinu 1986.

Þar má nefna Ástund WINNER PLUS, Ástund XENOPHON, Ástund EPONA, Ástund WAKANDA og nýjasti hnakkurinn Ástund IceLand en hann er afmælisútgáfa í tilefni 40 ára afmælis Ástundar.

Verslunin Ástund er á Háaleitisbraut 68. 103. Reykjavík. Vefsíðan er www.astund.is S. 5684240. astund@astund.is

Guðmundur Arnarsson útskrifast sem reiðkennari frá Hólum 2005

Guðmundur Arnarsson (Mummi) framkvæmdastjóri Ástundar útskrifaðist sem reiðkennari við Háskólann á Hólum 2005. Ef þig vantar aðstoð með hestinn þinn eða bara ráðgjöf hafðu þá endilega samband við Mumma og fáðu ráðgjöf frá hæfum reiðkennara.

Bestu kveðjur,
Ástund