Ástund Victory

Ástund Victory

Ástund Victory er nýr hnakkur úr smiðju Ástundar.
Hestvænn og sveigjanlegur hnakkur með sérlega mjúku sæti og góðum hnépúðum. Gerður til að uppfylla ströngustu kröfur við íslenskar aðstæður. Hentar öllum hestamönnum hvort sem er í keppni, þjálfun eða til ferðalaga. Undirdýnur hnakksins eru fylltar með ull í hæsta gæðaflokki. Ístaðsóla festingar eru stillanlegar sem auðveldar knapanum að finna rétta staðsetningu á ístaðsólunum allt eftir lærleggslengd hvers og eins. Hnakkurinn er einstaklega hestvænn og hentar kvennknöpum sérlega vel eins og raunar Wakanda og IceLand. Virkið er úr samlímdum birki þynnum og styrkt með laser hertum stál fjöðrum til að halda lögun hnakksins.

Vinsamlega hafið samband við hnakka sérfræðing okkar mummi@astund.is um nánari eiginleika hnakksins.

Ástund Wakanda. Hágæða Hnakkur

Ástund Wakanda

Wakanda hnakkurinn er hannaður fyrir líffræðilega beinabyggingu kvenna. Vegna kross strengingar í sæti er hann með sérlega mjúkt og ásetu gott sæti sem hæfir kvenn knöpum sérlega vel. Fis léttur og sveigjanlegur. Veitir knapa næmt samband við síður hestsins, með góðum hnépúðum, meðal djúpt og mjúkt sæti. Virkið er samsett úr samlímdum birkiþynnum sem gerir hnakkinn hæfilega sveigjanlegan og dreifir þyngd knapans vel. Þar af leiðir að hnakkurinn er mjög hestvænn eins og allir okkar Ástundarhnakkar. Wakanda er nafn frá indíána Sioux ættkvíslinni og þýðir „Posses inner magical powers“. Wakanda hnakkurinn er eins og áður segir hannaður fyrir líffræðilega beinabyggingu kvenna. Þess vegna er Wakanda hnakkurinn ákjósanlegur kostur fyrir kvenkyns knapa. Nánari upplýsingar fást hjá Mumma í Ástund. mummi@astund.is sími 568 4240

Ástundarhnakkarnir

 • Árið 1985 setti Ástund sinn fyrsta Ástundarhnakk á markað. Ástund Special. Óhætt er að segja  að á þessum tíma olli þessi hnakkur straumhvörfum í smíði íslenskra hnakka slíkar urðu vinsældir hnakksins.
 • Hönnun og smíði Ástund Special varð strax undirstaða áframhaldandi þróunar á Ástundarhnökkum sem komið hafa á markað síðan.
 • Ástund Special var  byggður upp eins og allir aðrir Ástundarhnakkar.  Fullkomlega náttúrulegt  sveigjanlegt tré virki.
 • Ástundar virkin eru  úr samlímdum birki þynnum með leisir hertum stálfjöðrum til að viðhalda lögun hnakksins.
 • Ástundarhnakkarnir er hannaðir til að virka sem höggdeyfir (dempari) á milli hests og knapa og dreifa þyngd knapa á bak hestsins sem jafnast. Smíði og hönnunn Ástundarhnakkana byggjast á að gera þá eins hestvæna og kostur er um leið og við bjóðum mismunandi gerðir þar sem allir hestamenn eiga að geta fundið hestvænan hnakk við sitt hæfi
 • Allir Ástundarhnakkarnir dreifa þyngd knapa eins jafnt og mögulegt er á bak  hestsins og draga þar með úr óþarfa þrýstingi á bak hestins.
 • Allir Ástundarhnakkarnir eru smíðaðir úr úrvals efnum  og hágæða leðri.
 • Sveiganlega virkið er úr samlímdum birki þynnum og með stillanlegum ístaðsólafestingum. (fimm stillingar) allt eftir lærleggslegnd hvers og eins.
 • Virkið er síðan spengt með leiser hertum stálfjöðrum til að viðhalda lögun hnakksins til lengri tíma.
Hér má sjá tölvugraf af Ástundarhnakk þar sem hreyfing knapans sést greinilega
 • Sem afleiðing af þróun, hönnun og gæðum Ástundarhnakkana hafa þeir öðlast  orðstír fyrir að vera einstaklega hestvænir.
 • Hnakkurinn  er hæfilega sveigjanlegur og dreifir þunga knapans sem jafnast á allt bak hestsins.
 • Allt efni í hnakkana er sérvalið af kostgæfni og einungis bestu efni valin
 • sem fáanleg eru á hverjum tíma
 • Allt leður í hnakkana er í hæsta gæðaflokki.
 • Veldu eigin vídd og stærð. Ástundarhnakkarnir koma í þremur mismunandi víddum. N.er 86-88° M. er 94-96° W. 101-103°
 • Flestir íslenskir hestar þurfa M vídd.
 • Ábyrgðarskírteini fylgir öllum Ástundarhnökkum. Þar er meðal annars
 • innfalið að breyta vídd hnakksins eftir óskum hvers og eins.

Ástund IceLand

Er afmælisútgáfa frá Ástund á nýjum framúrstefnulegum hnakk. Í tilefni af 40 ára afmæli Ástundar kynntum við nýjan og glæsilegan Ástundarhnakk í nóvember 2016. Eftir um það bil tveggja ára hönnunarferli og þróunarvinnu þar sem ekkert var til sparað er niðurstaðan einstakur hnakkur hvað varðar gæði, hönnun og handverk. Með það að markmiði að ná fram því besta við þjálfun og keppni býður þessi hnakkur uppá frábært jafnvægi og tengsl við hestinn. Nýjar undirdýnur sem eru einstaklega hestvænar og einnig er mýkra sæti fyrir knapann, auk fleiri nýjunga í tækniútfærslum. Okkar vandaða handbragð ásamt áratuga þekkingu og reynslu í gerð hnakka, gerir þennan Ástundarhnakk að einstökum kjörgrip og við nefnum hann Ástund IceLand.

Ástund Xenophon

ÁSTUND XENOPHON

Ástund Xenophon er með djúpt sæti. Hann er því afar heppilegur fyrir þá hestamenn sem vilja og þurfa að sitja vel í hnakknum og bætir ásetu þeirra. Hann veitir knapanum einnig aukið jafnvægi og öryggi. Hann hefur góða hnépúða sem auka enn frekar á öryggi knapans. Ístaðólafestingar með möguleika á fimm stillingum á afstöðu ístaðsóla allt eftir lærleggslengd viðkomandi knapa.

Ástund Xenophon er ákjósanlegur kostur fyrir fjölda hestmanna vegna þessara eiginleika.

Ástund Xenophon er nefndur eftir Gríska heimspekingnum Xenophon.