Ástund Victory er nýr hnakkur úr smiðju Ástundar.
Hestvænn og sveigjanlegur hnakkur með sérlega mjúku sæti og góðum hnépúðum. Gerður til að uppfylla ströngustu kröfur við íslenskar aðstæður. Hentar öllum hestamönnum hvort sem er í keppni, þjálfun eða til ferðalaga. Undirdýnur hnakksins eru fylltar með ull í hæsta gæðaflokki. Ístaðsóla festingar eru stillanlegar sem auðveldar knapanum að finna rétta staðsetningu á ístaðsólunum allt eftir lærleggslengd hvers og eins. Hnakkurinn er einstaklega hestvænn og hentar kvennknöpum sérlega vel eins og raunar Wakanda og IceLand. Virkið er úr samlímdum birki þynnum og styrkt með laser hertum stál fjöðrum til að halda lögun hnakksins.
Vinsamlega hafið samband við hnakka sérfræðing okkar mummi@astund.is um nánari eiginleika hnakksins.