Árið 1970. fékk ég fyrsta hestinn minn til Reykjavíkur. Eftir það var ekki aftur snúið. Öll fjölskyldan tók þátt og þegar börnin voru lítil fóru þau í útreiðartúra og nutu þess að vera uppi í hesthúsum í kringum hestana. Sonur minn, Guðmundur Arnarsson (Mummi) er lærður FT þjálfari og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Við erum með 30. hesta hús í víðidalnum í Reykjavík.
Við byrjum að rækta hesta árið 1991. með merinni Krás frá Laugarvatni og þá var ekki aftur snúið. Þvílíkur gæðingur sem þessi meri var. Stefna okkar í ræktun er að gæði skipta meira máli en magn og strax í upphafi var ákveðið að sýna aldrei 4v gömul tryppi í kynbótadóm.
Við höfum verið einstaklega heppin í ræktuninni og Krás hefur hjálpað okkur að halda í stefnu okkar í ræktuninni. Út af henni komu miklir gæðingar eins og Frami frá Ragnheiðarstöðum, Rás frá Ragnheiðarstöðum, Þyrla frá Ragnheiðarstöðum svo nokkur séu nefnd. Gjörið svo vel að lesa allt um ræktunina og ekki hika við að hafa samband ef þið viljið fá frekari upplýsingar
Með bestu kveðju
Arnar Guðmundsson